Fótbolti - Þrjár frá ÍBV á æfingar hjá KSÍ.

05.jan.2015  10:51
Í dag valdi Freyr Alexandersson þjálfari U-23 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu þær Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur og Sigríði Láru Garðarsdóttur til æfinga með liðinu.
Þá valdi Þórður Þórðarson þjálfari U-19 ára landsliðsins Sabrínu Lind Adolfsdóttur til æfinga með liðinu. Báðir hóparnir munu æfa í Kórnum um næstu helgi.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.