Fótbolti - Húsnúmerahappdrætti knattspyrnudeildar - útdrætti frestað

05.jan.2015  14:01
Útdrætti í húsnúmerahappdrætti knattspyrnudeildar karla ÍBV hefur verið frestað um tvær vikur.  
Vegna slæmrar færðar og hálku í desember hefur ekki náðst að ganga í öll hús bæjarins en útdrátturinn átti að fara fram í dag, 5. janúar.
 
Útdrátturinn mun því fara fram 19. janúar nk. og sama dag munu allar vinningstölur verða birta inná www.ibvsport.is.