Fótbolti - Jón Ingason framlengir við ÍBV

24.okt.2014  19:59
Nú síðdegis skrifaði eyjamaðurinn Jón Ingason undir framlengingu á samningi sínum við ÍBV og gildir samningurinn til loka árs 2017.
Jón, sem er fæddur árið 1995, kemur upp úr yngri flokkum félagsins og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað alls 38 leiki fyrir ÍBV í meistaraflokki en 23 af þeim spilaði hann á nýliðnu keppnistímabili.
 
Ánægja er innan félagsins með að tryggja þjónustu þessa unga og efnilega leikmanns og væntir félagið mikils af leikmanninum í framtíðinni.