Fótbolti - Getraunir um helgina

02.okt.2014  11:50
 Við minnum á 3. umferð hópaleiks ÍBV getrauna um helgina, opið er í Týsheimilinu milli 11 & 13. 
Við hvetjum alla til að mæta í gott kaffispjall hvort sem menn eru í hópaleiknum eða ekki.
Um síðustu helgi kom eini Leicester aðdáandinn á norðurhveli jarðar Guðni Sigurðsson færandi hendi, fagurskreyttar súkkulaðikökur sem að minntu menn á úrslit í leik Leicester og Man UTD helgina áður. 
En þetta er siður sem að Örn Hilmisson kom á en hann kemur um það bil einu sinni á ári með köku þegar Arsenal tekst að sigra eitthvert af stórliðunum en nokkuð langt er liðið síðan hann hefur fengið slíkt tækifæri, spurning hvort það skapast um helgina þegar Arsenal sækir Chelsea heim. (varla)
Þrír tipparar sem skiluðu inn til getrauna um liðna helgi náðu 12 réttum, þeir áttu það allir sammerkt að klikka á fyrsta leiknum á seðlinum mili Arsenal og Tottenham 2 voru klobbaðir tippuðu á heima eða útisigur, en einn var með fastan heimasigur.