Fótbolti - Fjórar heimastúlkur skrifa undir samning.

29.sep.2014  10:38
Á laugardag skrifuðu fjórar heimastúlkur undir áframhaldandi samninga við knattspyrnudeild kvenna. Þetta eru þær Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Sabrína Lind Adolfsdóttir og Guðrún Bára Magnúsdóttir.
Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir sveitarfélagið og ÍBV enda stúlkurnar búnar að standa sig frábærlega fyrir félagið.
ÁFRAM ÍBV.
(mynd fengin að láni frá Eyjafréttum)