Fótbolti - Góðar fréttir í kvennafótboltanum.

25.sep.2014  13:35

Í dag skrifuðu þær Shaneka Gordon og Natasha Anasi undir áframhaldandi samning við ÍBV.  Shaneka er því að fara að leika sitt fjórða leiktímabil með félaginu en hún hefur verið markadrottning liðsins undanfarin ár.  Shaneka var einnig valin leikmaður ársins hjá ÍBV á síðasta leiktímabili.

Natasha kom til liðs við ÍBV í félagaskiptaglugganum í júlí og hefur leikið mjög vel fyrir liðið.  Natöshu líkar mjög vel hjá félaginu og því er samningurinn við hana í höfn.

Fleiri frétta er að vænta af kvennaknattspyrnunni á næstunni.