Fótbolti - Getraunastarf Knattspyrnudeildar að hefjast eftir sumarfrí

19.sep.2014  20:45
Á morgun, laugardag, hefjum við í Knattspyrnudeild ÍBV getraunastarfið á nýjan leik eftir sumarfrí.
Að vanda verðum við í Týssheimilinu frá kl:11-13 á laugardögum og að sjálfsögðu verður hópaleikurinn á sínum stað. 
 
Hvetjum alla til að mæta, skrá sig í hópaleikinn og taka þátt í líflegu laugardagsspjalli í vetur.
 
Þeir sem hafa ekki tök á að mæta geta sent tölvupóst á 1x2@ibv.is og skráð sig í hópaleikinn.
 
Fh. knattspyrnudeildar ÍBV
 
Hjálmar Jónsson
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV