Fótbolti - Glæsilegur sigur hjá stelpunum.

16.maí.2014  08:22
Knattspyrnulið kvenna ÍBV gerði góða ferð á Selfoss þegar þær mættu nágrönnum okkar í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu á þriðjudag.  Aðstæður á Selfossi voru erfiðar þá sérstaklega í fyrri hálfleik en þá lék ÍBV gegn mjög sterkum vindi.  Selfyssingar voru meira með boltann en ÍBV átti þó betri færi til að skora en inn vildi boltinn ekki.  Í seinni hálfleik var ÍBV mun sterkari aðilinn og uppskar loks mark á 72.mínútu þegar markaskorarinn Shaneka Gordon kláraði vel færi á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Vesnu.  Aðeins 7.mínútum síðar var brotið á Shaneku rétt utan teigs og fékk einn leikmaður Selfoss rautt spjald í kjölfarið. Nýjasti Ílsendingurinn okkar Vesna Elísa Smiljkovic tók spyrnuna og gerði glæsilegt mark og kom ÍBV þar með í 2-0.  Selfyssingar klóruðu í bakkann nokkrum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu og þar við sat.  Mikill fögnuður braust út hjá leikmönnum ÍBV í lokinn og var sungið hástöfum á Selfossvelli.  Það gladdi augað hversu margir stuðningsmenn ÍBV mættu á völlinn á Selfossi en þar bar að líta þó nokkuð að brottfluttum Eyjamönnum.  ÍBV þakkar þeim góðan stuðning og vonast til að sjá þau sem oftast á vellinum.
Á þriðjudag tekur liðið á móti Stjörnunni sem er ríkjandi Íslandsmeistari.
Knattspyrnudeild kvenna hefur tekið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að verðlauna einn heppinn iðkanda félagsins í 5.flokki og yngri, karla og kvenna að leik loknum.  Það sem iðkendur þurfa að gera er að mæta í hvítu á leiki liðsins og skrá sig á skrifstofunni í Týsheimilinu.  í lok leiks verður tilkynnt í hátalarakerfi Hásteinsvallar hver sá heppni verður og fær sá að mæta í kaffisamsæti uppi í Týsheimilinu með öllum leikmönnum liðsins og fá þar afhend verðlaunin.
Áfram 'IBV.