Fótbolti - Bjarni Gunnarsson í ÍBV

30.júl.2013  21:43
Bjarni Gunnarsson skrifaði í dag undir rúmlega eins árs samning við ÍBV íþróttafélag. Bjarni kemur frá Fjölni þar sem hann hefur verið alla tíð. Hann er framherji og á 7 leiki og 5 mörk með U-17 ára liðiÍslands og 9 leiki með U-19 ára liði Íslands. Þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára þá á Bjarni 57 leiki með meistaraflokki Fjölnis.