Fótbolti - Enn eitt stóráfallið.

13.júl.2013  12:33
Kvennalið ÍBV í fótbolta hefur orðið fyrir enn einu stóráfallinu þegar ljóst var að Sigríður Lára Garðarsdóttir er með slitin krossbönd og verður því frá keppni í 6-8 mánuði.  þetta er enn eitt stóráfallið sem liðið verður fyrir nú þegar mótið er hálfnað og ÍBV í 2.sæti deildarinnar nokkuð óvænt miðað við áföllin sem liðið hefur orðið fyrir. 
ÍBV óskar Sísí Láru góðs bata og bíða allir spenntir eftir því að sjá hana leika listir sínar á næsta leiktímabili.
 
Áfram ÍBV.