Fótbolti - ÍBV - Fylkir á sjómannadaginn klukkan 17:00

01.jún.2013  18:07
 Fylkismenn koma í heimsókn til Eyja á morgun, sunnudag, en leikurinn byrjar 17:00. Þrír fyrrverandi leikmenn ÍBV eru að spila með Fylki í dag, Tryggvi Guðmundsson, Viðar Örn Kjartansson og Finnur Ólafsson. Fylkismenn eru í ellefta sæti með aðeins tvö stig eftir fimm leiki á meðan Eyjamenn eru í því fimmta. Þetta er eini leikurinn sem er leikinn um helgina þar sem honum var flýtt vegna þess að Tonny Mawejje er að fara í landsliðsverkefni með Úganda eins og áður hefur komið fram.
 

Mikið líf er í bænum þessa helgi vegna hátíð sjómanna og vonast er til þess að góð mæting verði á völlinn á morgun. Boðið verður upp á grillaðar pulsur frá Kjarnafæði, pyslubrauð frá Myllunni og pepsi frá Ölgerðinni klukkutíma fyrir leik svo það er um að gera að mæta snemma og enda helgina á flottum fótboltaleik!

Síðustu viðureignir:

7.maí 2011HásteinsvöllurÍBVFylkir1 – 2
3. ágúst 2011FylkisvöllurFylkirÍBV1 – 3
20.maí 2012HásteinsvöllurÍBVFylkir1 – 1
12.ágúst 2012FylkisvöllurFylkirÍBV0 – 4

 

Hvað segja stuðningsmennirnir:

 

Þórir Sigurjónsson

Þórir Sigurjóns

Ég segi 3-0 fyrir ÍBV. Ég segi að það verði 0-0 í hálfleik en síðan fer ÍBV í gang í seinni hálfleik. Víðir Þorvarðar skorar fyrsta markið eftir að hafa fengið boltann á miðjunni og leikið fram hjá 3 leikmönnum Fylkis. Eiður Aron Skorar annað markið með skalla eftir hornspyrnu. Hemmi kemur svo inn á í lokinn og neglir boltanum í Tryggva Guðmunds og inn.

 

Anton Bjarna

Anton Bjarnason

Ég spái því að ÍBV skori 3 mörk og Fylkir 1… Mörk ÍBV munu koma frá varnarmönnunum Arnóri og Eiði Aroni. TG9 potar honum svo inn fyrir Fylki og fagnar eins og geðsjúklingur.

 

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn mun Suðurland FM vera með beinar útvarpslýsingar af leikjum ÍBV í sumar á FM93.3 í Eyjum eða á netinu – www.963.is

Stuðningsmenn ÍBV sem nota Twitter eða Instagram eru hvattir til að merkja færslur sínar tengdar ÍBV með tagginu #eyjamenn en við það birtast þær hér til hægri á síðunni.

ÁFRAM ÍBV

Tekið af Eyjamenn.com