Fótbolti - RISA-slagur ÍBV - KR á Hásteinsvelli mánudaginn kl 17:00!

19.maí.2013  21:05
 Þá er komið að einum stærsta leik sumarsins fyrir Eyjamenn en það er að sjálfsögðu leikur ÍBV og KR. Leikurinn er mánudaginn 20. maí klukkan 17:00 á Hásteinsvelli. Bæði lið eru ósigruð það sem af er Íslandsmótinu en KR-ingar eru með fullt hús stiga. 
Stuðningsmenn ÍBV ætla að hittast klukkan 15:00 á 900 Grillhúsi þar sem boðið verður upp á ýmis tilboð. Endilega mæta á svæðið og byggja upp stemmningu fyrir leik!  Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja við ÍBV. Stjórn, leikmenn og þjálfarar voru gríðarlega ánægð með stemmninguna á síðasta leik og vonum innilega að það haldi áfram því það getur skipt sköpum í leikjum sem þessum.
 
Þetta verður fyrsti leikurinn sem fyrrum fyrirliði ÍBV, Andri Ólafsson, mætir á Hásteinsvöll eftir að hann gekk til liðs við KR, tölum ekki meira um það.