Fótbolti - Fyrirliði Barcelona gengur til liðs við ÍBV.

24.apr.2013  13:52

ÍBV og Barcelona hafa gengið frá samkomulagi um að  fyrirliði liðsins Ana Maria Escribano gangi til liðs við ÍBV.  ÍBV og Ana Maria hafa náð samkomulagi sín á milli og því ljóst að Ana Maria mun leika með ÍBV í sumar.  Ana Maria er miðvörður með gríðarlega mikla reynslu en Ana Maria verður 32.ára í desember.

Þá er Rosie Sutton á leið til landsins frá Perth Glory í Ástalíu.  Rosie er framherji en getur einnig leikið á kanti og fyrir aftan framherja. 

Það ríkir mikill spenningur í herbúðum ÍBV með tilkomu Önu Mariu.

ÍBV stúlkur fóru í mjög vel heppnaða æfingaferð til Valencia á dögunum þar sem þær æfðu og tóku þátt í Valencia Cup.  Eyjastúlkur sigruðu mótið með glæsibrag og máluðu Valencia bæ rauðan er leið á kvöld.