Fótbolti - David James skrifar undir hjá ÍBV

03.apr.2013  08:00
Fyrrum markvörður Enska landsliðsins, David James, skrifaði í gær undir eins árs samning við ÍBV. David mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Það þarf vart að taka hvar hversu mikill hvalreki þetta er fyrir ÍBV en hann er næst leikjahæsti leikmaður Ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Ryan Gigg.
 
David mun hitta liðið úti í æfingaferðinni sem farin verður 9. til 17. apríl og spila leik á móti Portsmouth þann 16. apríl. Hann kemur svo endanlega til landsins eftir æfingaferð.