Fótbolti - Brynjar Gauti í sigurliði U-21

26.mar.2013  14:30
 Varnarmaðurinn sterki, Brynjar Gauti Guðjónsson, spilaði allan leikinn með U-21 landsliði Íslands sem vann Hvít-Rússa 2-1 í fyrsta leik riðlakeppninnar fyrir HM 2015.  Jón Daði Böðvarsson og Emil Atlason skoruðu mörk Íslands en fyrirliðinn Sverrir Ingi Ingason fékk að líka rauða spjaldið þegar hann gerðist brotlegur innan vítateigs.