Fótbolti - Brynjar Gauti í U-21 landsliðið

18.mar.2013  21:22
 Í dag valdi Eyjólfur Sverrisson þá stráka sem ferðast út til að spila gegn Hvít Rússum í fyrsta leik riðlakeppninnar fyrir EM 2015. Einn leikmaður úr ÍBV er í hópnum en það er Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaðurinn sterki. Óskum Brynjari Gauta til hamingju með þennan árangur.