Fótbolti - Góður sigur hjá stúlkunum.

05.jún.2012  10:54
Kvennalið ÍBV lék í gær gegn Fylki á Hásteinsvelli.  Leikurinn var algjör eign ÍBV en erfiðlega gekk að skora þrátt fyrir fjöldann allan af mjög góðum marktækifærum.  Kristín Erna náði forystu fyrir ÍBV um miðjan hálfleik eftir að hafa hlaupið af sér varnarmenn Fylkis og leikið á markvörðinn.  Vel að verki staðið.  Áfram hélt sókn ÍBV en mörkin létu á sér standa.  Í seinni hálfleik ætlaði knötturinn ekki inn fyrr en vesna nældi í vítaspyrnu eftir að hafa leikið á varnarmann Fylkis innan teigs.  Á punktinn steig Anna Þórunn og skoraði af öryggi.  Það var svo Svava Tara Ólafsdóttir sem innsiglaði sigur ÍBV í leiknum með marki beint úr hornspyrnu.  Glæsilega gert hjá þessari efnilegu stúlku.
ÍBV er nú í fjórða sæti deildarinnar með 9 stig fjórum stigum frá toppsætinu.
Næsti leikur er á mánudag gegn Selfyssingum hér á Hásteinsvelli.