Fótbolti - Sigrar-tap og jafntefli.

06.feb.2012  08:47
Kvennalið ÍBV er búið að spila 4.leiki að undanförnu.  Liðið byrjaði á því að steinliggja fyrir liði FH 5-1.  Staðan í hálfleik var 1-1 og var einnig þannig þegar 25.mín voru eftir en þá gerðu FH stúlkur hvert markið fætur öðru.  Mark ÍBV gerði Danka úr víti.
Helgina á eftir sigraði ÍBV lið Hauka  7-1.  Mörkin gerðu  Berglind Björg 2, Anna Þórunn 2, Danka 1, Kristín 1 og María Davis 1.
Daginn eftir gerði liðið svo jafntefli við Fjölni.  Kristín Erna gerði mark ÍBV.
Um síðustu helgi lék liðið svo gegn Aftureldingu í Faxaflóamótinu og sigraði 4-1.  Mörkin gerðu Kristín Erna 2, Berglind 1 og Danka 1.
Um næstu helgi fara einhverjar stúlkur á landsliðsæfingar og stefnt að því að fá æfingaleiki fyrir aðra leikmenn liðsins.