Fótbolti - Tveir leikir hjá meistaraflokki karla um helgina

03.feb.2012  09:59
 Tveir leikir verða hjá meistaraflokki karla í fótbolta um helgina. Fyrri leikur liðana verður uppi á Akranesi á laugardaginn en seinni leikurinn verður á gervigrasvellinum í Mosfellsbæ. Tveir Danir verða á reynslu hjá ÍBV þessa helgi en annar er markmaður en hinn er kanntmaður. Til að vita meira um leikina og Danina ýtið á meira.
Leikurinn sem fer fram upp á Akranesi á móti ÍA er síðasti leikurinn í Fotbolti.net mótinu. Leikurinn fer fram í gervigrashöllinni á Skaganum. Sá leikur hefst klukkan 12:00. Leikurinn á sunnudaginn er á móti Aftureldingu og hefst klukkan 13:00. Sá leikur er á utanhúss.
 
Tveir Danir eru að koma á reynslu þessa helgina. Annar þeirra er markmaður og heitir Kenneth Stenild Nielsen. Hann er 188 cm á hæð og er fæddur 1987. Hann hefur m.a. spilað með yngri landsliðum Dana sem og AaB sem er í efstu deild í Danmörk.
 
Hinn Daninn er 28 ára og er kallaður "speedy" en heitir víst Christian Olsen. Hann er 174 á hæð og hefur m.a. spilað með FC Midtjylland sem endaði í 3. sæti í efstu deild í Danmörk á síðasta tímabili.
 
Vonumst til að sjá sem flesta á völlunum. Áfram ÍBV.