Fótbolti - ÍBV stúlkur Íslandsmeistarar í Futsal.

16.jan.2012  09:44
ÍBV stúlkur gerðu sér lítið fyrir og urðu í gær Íslandsmeistarar í innanhúsfótbolta "Futsal"  Stúlkurnar léku tvo leiki um síðustu helgi þar sem þær sigruðu Fjölni 2-0 og HK/Viking 9-0.  Í gær léku þær svo við lið Fylkis og Þróttar.  Leikurinn gegn Fylki var ótrúlegur og minnti á leikinn gegn Val í sumar.  Fylkir komst í 2-0 og héldu þeirri forystu þar til 8.mínútur voru eftir.  Þá minnkaði Berglind Björg muninn með glæsilegu marki.  Þegar um 5.mínútur voru eftir skoraði Danka eftir glæsilega sókn.  Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þega 1.mínúta og 30.sek voru eftir af leiktímanum.  Órtúlegur sigur hjá okkar stúlkum sem fögnuðu innilega í leikslok.  Það var því ljóst að ÍBV dugði jafntefli gegn Þrótti í síðasta leiknum.  Okkar stúlkur byrjuðu afar ílla enda dauðþreyttar eftir erfiðan Fylkisleik.  Þróttarstúlkur komust yfir snemma leiks en eftir að okkar stúlkur jöfnuðu um miðjan hálfleik þá var aldrei spurning um sigurinn.  ÍBV stóð því uppi sem Íslandsmeistarar.
 
Innilega til hamingju með þennan árangur.