Fótbolti - Abel og Tonny gera það gott með landsliðinu. Abel varði tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum

12.des.2011  12:44
Þeir félagar Abel og Tonny hafa verið að gera það gott með landsliði sínu í Úganda. 
 
Uganska landsliðið hefur líkt og undanfarin ár verið að keppa í CECAFA Bikarnum sem er elsta fótboltamót Afríku. Þetta er keppni milli Afríkuþjóða frá mið- og austur- Afríku sem fer yfirleitt fram í október og nóvember ár hvert. 
 
Í ár sigruðu Uganda lið Rwanda í úrslitaleik 3-2.
 
Abel Dhaira markvörður fór á kostum og varði tvær vítaspyrnur.  
Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en það var fyrrum leikmaður ÍBV Andrew Mwesigwa (Siggi) sem skoraði sigurmarkið í framlengingu.
 
Tonny Mawejje miðujumaðurinn sterki lék sem áðurfyrr lykilhlutverk á miðjunni hjá Úganda í keppninni. 
 
Við óskum þeim félögum til hamingju með 12 CECAFA bikar Úganda frá upphafi. 
 
 
heimild: http://www.monitor.co.ug/Sports/Soccer/-/690266/1287258/-/mt8yxf/-/index.html