Fótbolti - Deildarbikarinn hefst á morgun

18.feb.2006  09:08

Jæja þá er komið að því aðkeppni í Deildarbikanum hefjist. Fyrsti leikur okkar manna er á morgun kl.1500 í Fífunni gegn lærisveinum okkar gamla lærimeistara Bjarna Jóh. sem er nú ekki aðeins þjálfari Blika heldur einnig aðstoðarmaður hjá Eyjólfi Sverrissyni, sem og okkar gamli markvörður Birkir Kristins. Það er komin svona nettur fiðringur í menn - öll eru herlegheitin að nálgast og 4-5 erlendir leikmenn að nálgast herbúðir ÍBV en þeir fyrstu koma þó ekki fyrr en þann 6. mars. Mér skilst að leikheimild sé klár fyrir morgundaginn fyrir Davíð Egils og Inga Rafn, sem var áður hjá Selfyssingum, en en hefur ekki náðst samkomulag við Þróttara vegna Sævars Eyjólfssonar en það gæti klárast í dag og verður hann þá með okkur í næstu leikjum - allavega.

En leikurinn er kl. 1500í Fífunni á morgun og nú er bara að fara í messu og mæta svo á pallana og styðja strákana til sigurs - Áfram ÍBV