Handbolti - Áskorun frá Sigga Braga

25.nóv.2005  10:17

Skora á alla að mæta…..

Ég vill nota tækifærið og skora á alla Eyjamenn og konur að koma á þessa frábæru skemmtun sem verður í íþróttahúsinu á föstudaginn. Það eru liðin nokkuð mörg ár síðan við fengum að sjá “Strákana okkar” í Eyjum.

Þetta er alveg frábær sending frá HSÍ til okkar, sérstaklega með tilliti til þess að þessi lið eru í lokaundirbúningi fyrir stórkeppni (þeas EM í sviss í janúar). Við munum því sjá besta handbolta sem er í gangi í heiminum í dag.

Við munum fá að sjá 3 leikmenn sem eru nú í efsta sæti þýsku deildarinnar með liði sínu Gummersbach, en þýska deildin er talin sú sterkasta í dag, þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson (sem er nú markahæsti leikmaður deildarinnar), Suðureyingurinn Róbert Gunnarsson og svo markmaður Norðmanna Steinar Ege. Auk þessara þriggja snillinga eru þarna fjölmargir leikmenn sem spila í Þýskalandi, á Spáni, í Danmörku ofl.

Að sjálfögðu eigum við Eyjamenn okkar fulltrúa í þessum hóp en það er Birkir Ívar Guðmundsson.

Ég veit að handboltaráðið hefur lagt í gífurlega vinnu að gera þessa skemmtun eins vel og mögulegt er, þannig að allir munu fara glaðir út. Þeir hafa t.d fengið hingað einn “þekktasta” skemmtikraft heimsins í dag, mann sem hefur komið fram í ekki ómerkari sjónvarpsþáttum eins og Jay Lenno og kvöldþátt David Lettermann. Þá mun einnig vera lifandi tónlist o.fl.

Ég vil því enn og aftur skora á alla Eyjamenn að koma og taka þátt með því að styðja “strákana okkar” til sigurs.

Sigurður Bragason

Fyrirliði ÍBV