Handbolti - Forsalan hafin hjá VÍS

22.nóv.2005  15:29

ATH. takmarkað magn-miðarnir rjúka út.

Forsala á landsleik Íslands og Noregs þar sem William Hung mun troða upp er hafin hjá VÍS á Skólaveginum, sem er einn aðalstyrktaraðili íslenska landsliðsins. ATH að forsalan fer þar aðeins fram og sætaframboð er takmarkað. Við hvetjum ykkur því öll að nálgast miða hið fyrsta.

Í boði verða 300 miðar í sæti (þar af 50 þegar farnir) og 300 miðar í bekki. Selt verður sérstaklega í sæti og bekki og er aðeins selt t.d. nákvæmlega 300 miðar í sæti. Börn geta aðeins keypt miða í bekki. Töluverðar fyrispurnir hafa verið og má búast við að miðarnir verði fljótir að rjúka út. Því miður er miðafjöldi takmarkaður þar sem okkur gengur erfiðlega að koma fleirra fólki fyrir í stúkuna til að sjá öll herlegheitin.

Verð er kr. 1.000 fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn.

Hér má sjá auglýsinguna varðandi leikinn.