Handbolti - Ísland-Noregur í Eyjum 25. nóvember

18.nóv.2005  02:46

Nk. föstudag, 25. nóvember nk. munu landslið Íslands og Noregs leika í Eyjum og hefst leikurinn kl. 18:30. Það er frábært fyrir okkur Eyjamenn að fá þennan leik enda er hér um að ræða ein sterkustu landslið heims um þessar mundir og margir frábærir handknattleiksmenn innan þessara liða.

En það verður ekki einungis frábær handbolti sem mun verða til þess að við Eyjamenn munum fjölmenna á þennan leik, þar sem ætlunin er að skapa frábæra umgjörð um þennan leik með skemmtun fyrir unga sem aldna. Það er m.a. búið að ganga frá því að heimsþekkur skemmtikraftur muni koma og hita upp fyrir leik og verður greint frá nafni hans hér síðar í dag. Ætlunin er að skemmtunin hefjist um 18:00 og það verði stanslaust fjör fram að leik sem og á leiknum sjálfum. Við lofum frábærri skemmtun, en það er einn galli á gjöf njarðar en hann er sá að því miður er miðafjöldi takmarkaður og því hvetjum við Eyjamenn til að kaupa sér miða tímalega á leikinn.

Þess ber að geta að þetta verkefni kostar handknattleiksdeildina hátt í 1 miljón króna en við trúum því og vonum að fyrirtæki og einstaklingar taki vel í að styðja deildina í þessu frábæra verkefni.