Handbolti - 4.flokkur karla komið í 8 liða úrslit

17.nóv.2005  13:24

4. fl. karla í 8 liða úrslit unnu Val í gærkveldi

4. flokkur karla komst í gærkveldi í 8 liða úrslit bikarkeppninnar. Lögðu þeir Valsmenn af velli í ágætum leik. Jafnræði var með liðunum í byrjun en vörn ÍBV var sterkari og sigu þeir fram úr. Staðan í hálfleik var 9-6 fyrir ÍBV. Í síðari hálfleik jókst munurinn og var mestur 6 mörk. Leiknum lauk síðan með tveggja marka sigri ÍBV 20-18. Eins og í leik liðsins í 16 liða úrslitum var það vörnin og hraðaupphlaup sem lögðu grunninn að sigri ÍBV liðsins. Í vörninni voru þeir traustir, Bragi Magnússon og Þórarinn Ingi Valdimarsson sem fiskaði boltann grimmt. Annars var vörnin að spila vel í heild sinni. Sóknarleikurinn var þokkalegur hjá ÍBV en stundum þó of tilviljanakenndur og þarf liðið að spila betur saman þar. Það háir hins vegar liðinu að hafa spilað lítið af leikjum þar sem síðasta turnering liðsins féll niður en til stóð að fara til Egilstaða en Reykjavíkurliðin treystu sér ekki í ferðina.

Mörk ÍBV skoruðu: Þórarinn Ingi Valdimarsson 8, Brynjar Karl Óskarsson 5, Bragi Magnússon 5 og Vignir Stefánsson 2.

Myndirnar hér að neðan tók PMJ á leiknum. Fleiri myndir eru á myndasafninu.