Handbolti - Já, Ég og Þú, ekki Þið og Hinir

26.okt.2005  02:41

To be or not to be,.að vera eða vera ekki,

Leiðinlegur, skemmtilegur, Íslendingur, útlendingur, Eyjamaður, ÍBV-ari osframv. Hvað vilt þú?

Við erum jú öll Eyjamenn og ÍBV-arar. Við sáum í vikunni hvers kvennfólkið er megnugt er það stendur saman. Þá verður manni hugsað til okkar Eyjamanna. Hvenær ætlum við virkilega að sýna hvað í okkur býr? Við getum svo ótal margt er við stöndum saman og það er svo miklu skemmtilegra allt er við stöndum saman. Eða er það ekki? Brosum nú, njótum þessa yndislega dags, njótum þess að vera til, eiga yndislega fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Tökum okkur öll saman í dag og mætum á handboltaleik hjá STELPUNUM OKKAR er þær mæta HAUKUM í sannkölluðum “ÚRSLITALEIK”. Hvetjum hvort annað til að mæta á leikinn, förum t.d. saman á leikinn, fáum fólk sem lítið mætir á leiki til að mæta og gerum þetta að skemmtilegri kvöldstund, saman sem ein stór fjölskylda er köllum okkur EYJAMENN.

Líðan okkar sem einstaklings byggir að mestu á því hvernig við hugsum um okkur, það sama á um fjölskylduna, vinnustaðinn, bæjarfélagið og það samfélag er við búum í. Samfélag okkar byggist á okkur, þeim einstaklingum sem það byggir. Framfarir, árangur, gleði, tilbreyting osframv, er undir OKKUR SJÁLFUM KOMIÐ.

Til að fyrirtæki gangi þarf starfsfólk, til að hafa starfsfólk í bænum þarf að vera til staðar umhverfi og aðstaða sem við sættum okkur við, til að mynda skóli, leikskólar, íþrótta- og menningarlíf osframv. Til að reka íþrótta- og menningarlíf þurfa fyrirtæki og einstaklingar að leggja sitt að mörkum til að vel fari.

Við sem byggjum þennan bæ gerum hann að því sem hann er. Með því að hjálpast að og vinna saman náum við auðveldar okkar markmiðum og getum gert hluti sem okkur væri annars óframkvæmanlegir.

Í íþróttalífi Eyjamanna höfum við ávallt verið fljót að hygla okkar fólki sem og að láta það heyra það ef illa gengur. En við þurfum að muna að okkar fólk er óstutt ef við styðjum ekki við það baki. En hvernig gerum við það? Ein besta leiðin er að mæta á leiki og draga sitt fólkk með sér.

SÝNUM NÚ LOKS HVERS VIÐ ERUM MEGNUG EYJAMENN. Fjölmennum öll á leikinn í kvöld og sýnum og sönnum að við EYJAMENN erum enn á lífi.

Munum að við getum ALLT ef við bara stöndum saman.

ÍBV-Haukar, miðvikudag 26. október, kl. 19:15

DHL-deild kvenna

Fríar SS-pylsur á milli kl. 18:30-19:00

Frítt ÍBV-tattú fyrir krakkana

Frítt inn fyrir alla krakka