Handbolti - ÍBV-Fylkir, laugardag kl. 16:00

21.okt.2005  08:30

Stelpurnar í sjónvarpinu

Á morgun, laugardag kl. 16:00, leika strákarnir okkar gegn nýliðum Fylki en þeir eru eitt þeirra liða sem hefur mest komið á óvart í vetur. Í Fylki eru margir af betri handboltamönnum landsins undir dyggri stjórn þjálfarans síkáta, Sigurðar Vals Sveinssonar.

Strákarnir þurfa lífsnauðsynlega á sigri í leiknum til að fóta sig betur í hinni harðri baráttu sem er í deildinni. Það er því mikilvægt að VIÐ EYJAMENN mætum og styðjum við bakið á strákunum. Það er besti stuðningur sem við getum sýnt strákunum og góð mæting áhorfenda og góður stuðningur á pöllunum getur skipt sköpum í leik sem þessum.

Stelpurnar okkar leika síðan gegn Val í Laugardalshöllinni kl. 14:15 á laugardaginn og er sá leikur í beinni útsendingu sjónvarps. Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu að mæta í Höllina og styðja við bakið á stelpunum í þessum mikilvæga leik og ekki skemmir að það er FRÍTT INN. Fyrir þau okkur hin sem eru á okkar ástsælu Eyju er bara að stilla á RÚV og bera stelpurnar augum í sjónvparpinu þennan dag og senda þeim hlýja strauma.