Handbolti - Þrjár stúlkur frá ÍBV í U-15 landsliðinu

19.okt.2005  14:18
ÍBV á þrjá fulltrúa í U-15 landsliði stúlkna sem að valið var í gær. Þetta eru þær Andrea Káradóttir, Elísa Viðarsdóttir og Nína Björk Gísladóttir. Hópurinn kemur saman til æfinga 28.-30.október nk. Við óskum stúlknum góðs gengis og vonandi ná þær að tryggja sér fast sæti í þessum hóp. Hægt er að sjá hópinn á heimasíðu HSÍ.