Handbolti - Handboltaveisla á laugardag

07.okt.2005  09:36

Það verður sannkölluð handboltaveisla á morgun, laugardag. Þá munu stúlkurnar okkar leika gegn Víkingi kl. 14:00 og strákkarnir okkar gegn FH kl. 16:15. Liðin okkar þurfa sigur í þessum leikjum og því mikilvægt að við leggjum þeim lið í þeirri baráttu. Við hvetjum því bæjarbúa að taka sig á og mæta á leiki hjá okkar fólki og láta vel í sér heyra á pöllunum.

Á milli leikja kl. 15:30-15:45 verður boðið upp á SS-pylsur og jafnvel eitthvað annað girnilegt á grillinu sem verður að sjálfsögðu frítt fyrir þau er mæta á leikinn. Að auki fá allir krakkar er mæta á leikina frítt inn sem og gefins ÍBV-Tattú. Fyrir fullorðna fólkið bjóðum við upp á miða sem gildir á báða leikina og kostar aðeins 1.000 kr., annars kostar kr. 800 á hvorn leik fyrir sig.