Fótbolti - Everton sýnir Gunnari Heiðari áhuga

05.okt.2005  17:40

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið að gera það gott með Halmstad í sænsku deildinni á árinu og hefur það ekki gerst án þess að önnur félög hafi tekið eftir því og tekið að sýna stráknum áhuga. Nýjasta nafnið er enska úrvalsdeildarliði Everton, sem skv. SKY SPORTS hefur sýnt Gunnari áhuga eftir frábæra frammistöðu hans gegn Sporting Lissabon í UEFA-keppninni.

Verður fróðlegt að fylgjast með framgangi málsins en ljóst er að glæsimark Gunnars gegn Djurgarden um síðust helgi hefur ekki minnkað áhuga stórliðanna.

Við óskum Gunnari bara góðs gengis í þessu öllu saman. Hann er meiddur eins og er en vonast til að ná að taka þátt í landsleik Íslands og Svíþjóðar í næstu viku.