Handbolti - Þjálfaraskipti hjá meistaraflokki karla.

30.sep.2005  15:17

Erlingur Richardsson hefur látið af þjálfun meistaraflokks karla og við starfi hans tekur Kristinn Guðmundsson, en hann hefur verið aðstoðarmaður Erlings undanfarin ár.

Það verða ekki miklar breytingar við þessi þjálfaraskipti, en Kristinn stýrði leikjum liðsins á síðasta ári og í þeim þremur leikjum sem búnir eru á þessu tímabili.

Erlingur mun vera Kristni innan handar í vetur við þjálfunina og ætlar hann að einbeita sér að því að spila með liðinu.