Handbolti - 3.flokkur karla

28.sep.2005  13:57

3.flokkur karla tók þátt í niðurröðunarmóti um s.l. helgi og fór mótið fram á Akureyri. Vegna þessa þurftu strákarnir að leggja af stað á föstudagsmorguninn og keyra síðan norður, en ferðin gekk vel og var leikið við KA á föstudagskvöldinu. Eitthvað sat ferðalagið í mönnum og var leikurinn ekki upp á marga fiska, lauk leiknum með sigri KA 14-31. Næstu leikir voru seinnipart á laugardag, en leikjaniðurröðunin var greinilega ekki sett upp til þess að koma á móts við það lið sem að þurfti að ferðast lengst í þetta mót. FH var fyrri andstæðingur okkar þennan dag, og ekki hafði leikur okkar manna batnað mikið frá því deginum áður, kannski ekki skrítið þar sem að leikmenn voru búnir að bíða eftir leikjunum allan daginn, en FH sigraði í leiknum 11-20. Um kvöldið, eða þegar að klukkan var langt gengin í níu var leikið við Hött og vannst sá leikur 28-18. Ekki þurftu strákarnir að sýna stór leik til þess sigra í þessum leik, en góður sigur. Síðasti leikurinn var svo við Val á sunnudagsmorgninum, og bar Valur sigur úr bítum 16-26. Strax að leik loknum var haldið af stað enda búið að snjó nær látlaust á liðið allan tíman, og þurfti hópurinn að ná í Herjólf um kvöldið. Gekk ferðin áfallalaust en það voru þreyttir leikmenn sem að komu til Eyja tæpum 10 tímum eftir að lagt var af stað. En eftir þetta mót er nokkuð öruggt að strákarnir þurfa að leggja á sig annað eins ferðalag seinna í vetur og bætist þá ferðalag til Egilsstaða við. Í heildina er hægt að vera ánægður með þessa leiki, töpin voru að vísu óþarfa stór en hópurinn er fámennur eins og er, og þar af leiðandi mikið álag á leikmönnum. Hægt er skoða markaskorar úr leikjunum hér.