Fótbolti - Búið að vígja sparkvellina

23.sep.2005  11:33

Nú í fyrradag komu þeir kumpánar Eyjólfur Sverrisson og Ómar Smárason til Eyja til að vígja sparkvellina svo kölluðu. Þeir ásamt forsvarsmönnum bæjarins héldu smá tölu við setninguna og síðan fengu yngstu nemendurnir að sparka fyrstu spörkin eftir vígslu.
Það er ánægjulegt að sjá þessa velli komna í gagnið hérna hjá okkur í Eyjum og það er þvílíkt gleðiefni að sjá hversu vinsælir þeir eru nú þegar. Þarna eru krakkar á öllum aldri við tuðruspark nánast allan daginn og langt fram eftir kvöldi. Það er vonandi að þessi áhugi haldist og ber að þakka KSÍ, Vestmannaeyjabæ og öðrum þeim fyrirtækjum sem að þessu máli koma kærlega fyrir, því það er greinilegt að þetta er eitthvað sem beðið hefur verið eftir.
Knattspyrnuáhugamenn og börn í Eyjum þakka fyrir þetta.

Áfram ÍBV alltaf alls staðar og um alla eilífð