Fótbolti - Getraunastarfið á fullt um helgina

13.sep.2005  15:33

Þá er komið að okkar ástkæra "tippleik" og munum við starta honum á laugardaginn, 17 sept., og síðasta umferðin verður þann 17 des. = 14 vikur ( 9 vikur í riðlum og svo 5 vikur í úrslitakeppni)

Ýmislegt mun verða á boðstólum í vetur á meðan á keppni stendur, að sjálfsögðu verðum við með hina vinsælu súpudaga og þá verður reynt að hafa Pizzufjör þegar nær dregur jólum og að sjálfsögðu verður knattspyrnuráð búið að baka smákökur og fleira góðgæti þegar lokaumferðin fer fram þann 17. des..

Sú breyting verður á hópaleiknum í vetur að aðeins má nota 3 tvítryggingar á hverja röð, í fyrra voru það 6.

Stefnt er á að bjóða uppá "hlutabréf" ( stóran seðil ) ca. 1-2 í mánuði og fer það eftir viðbrögðum manna hvernig þeirri vinnu verður háttað. Munum við fá ýmsa aðila til að hjálpa okkur við að tippa þann seðil.

Fyrirhugað er að hafa lokahófið fyrir haustleikinn þann 7 jan. 2006 og svo helgina þar á eftir mun nýr hópaleikur byrja eða 14 jan.

Áhugasamir geta skráð sig í hópaleikinn hjá Hafsteini í síma 897 5866 eða hjá Erni í síma 861 8501. Einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst á ibvtipp@simnet.is

Kv. Hafsteinn Hj.