Fótbolti - Risaslagur á morgun - Skagamenn í heimsókn

10.sep.2005  08:42

Síðasti heimaleikur sumarsins fer fram á morgun á Hásteinsvelli, besta velli landsins en eitt árið, þegar lærisveinar Óla Þórðar koma í heimsókn og etja kappi við okkar peyja. Þetta er afar mikilvægur leikur fyrir okkar menn því með sigri stígum við skrefi nær því að tryggja tilverurétt okkar í Landsbankadeildinni. Skagamenn hins vegar eru í mikilli baráttu við að halda 3 sætinu og komast þar með í Evrópupottinn næsta sumar. Það er því ljóst að hart berður barist og það til síðasta manns.
Birkir Kristinsson og Einar Hlöðver Sigurðsson eru en á sjúkralistanum en aðrir verða eftir því sem best er vitað klárir í slaginn á morgun.
Leikurinn hefst klukkan 14.00 og er fólk hvatt til að mæta á völlinn og styðja við bakið á ÍBV-liðinu - fólk getur tryggt sér miða í forsölu á kr. 1.000 í Skýlinu, Tvistinum og Toppnum


Áfram ÍBV - alltaf alls staðar og um alla eilífð.