Handbolti - Tímabilinu að ljúka hjá 5.flokki kvenna

16.ágú.2005  14:39

- C-liðið komið í úrslit Íslandsmótsins

Það hefur verið viðburðaríkt tímabilið hjá 5.flokki kvenna. Stelpurnar hafa tekið þátt í Íslandsmótinu auk þess að taka þátt í Vöruvalsmóti ÍBV og Símamóti Breiðabliks. Árangurinn hefur verið ágætur þó svo að alltaf sé vonast eftir meiru.

Á Vöruvalsmótinu var árangurinn ágætur. C-liðið gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun og A og B liðin stóðu sig einnig ágætlega. Símamót Breiðabliks fór svo fram í júlí og aftur voru það stelpurnar í C-liðinu sem stóðu sig best en þær lentu í 2.sæti eftir að hafa tapað úrslitlaleiknum á hlutkesti. A-liðið lenti í 7.sæti mótsins og B-liðið í því 9. En þess má geta að allur 5.flokkurinn tapaði ekki einum einasta leik á öllu mótinu sem er frábær árangur.

Árangurinn í Íslandsmótinu hefur líka verið ágætur. Einn leikur er eftir í mótinu og á B-liðið möguleika á að lenda í 2.sæti riðilsins. A-liðið er sem stendur í 8.sæti riðilsins, sem þó gefur ekki rétta mynd af getu liðsins. C-liðið getað náð efsta sæti riðilsins þó að sá möguleiki sé fjarlægur en þær hafa nú þegar tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins en úrslitin fara fram helgina 26.-28.ágúst. Það er vonandi að stelpurnar nái að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og toppa þar með gott tímabil hjá sér.