Handbolti - Karlaliðið í handboltanum styrkist

10.ágú.2005  13:18

Til liðs við okkur hafa gengið tveir leikmenn fyrir átökin í karla deildinni í vetur. Annar þeirra heitir Goran Kuzmanoski og er hann 23 ára rétthent skytta og er frá Makedóníu. Hann hefur m.a. leikið á Ítalíu og nú síðast í Makedóníu. Þá var hann til að mynda valinn í úrvalslið Evrópmóts piltalandsliða er fram fór í Póllandi árið 2002 og var jafnfram markahæsti leikmaður keppninnar, en þar varð Makedónía í fjórða sæti.

Hinn nýi leikmaður okkar er Mladen Cacic og er 29 ára örfhent skytta frá Bosníu. Hann hefur leikið nokkuð víða og lék m.a. með Ystad í Svíþjóð hluta af síðsut leiktíð. Hann á að baki A-landsleiki með Bosníu.

Við væntum mikils af þessum leikmönnum í vetur og vonum að þeir eigi eftir ða hjálpa okkur í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er í vetur.

Við bjóðum þá velkomna í ÍBV og vonum að þeir reynist félaginu vel og að þeir verði ánægðir hjá okkur.