Fótbolti - Góður árangur á Símamóti Breiðabliks

17.júl.2005  20:30

- 4.flokkur sigraði í A og B liðum. 5.flokkur C í 2.sæti

Um helgina fór fram Símamót Breiðabliks í öllum aldursflokkum kvenna í knattspyrnu. Mótið er fastur liður í knattspyrnutímabili flestra stúlkna sem leika knattspyrnu hér á landi og bíða flestar eftir því með mikilli eftirvæntingu. Árangurinn í ár var góður og komu Eyjastelpur heim með tvo bikara eftir mótið.

Stelpurnar í 4.flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í A og B liðum. A liðið sigraði lið GRV (Grindavík/Reynir/Víðir) í úrslitaleik eftir spennandi vítaspyrnukeppni. B-liðið varð einnig meistari eftir sigra gegn Breiðabliki og Fjölni í þriggja liða úrslitariðli. B-2 lið ÍBV stóð sig einnig með ágætum en þær enduðu í 13.sæti.

Í 5.flokki stóðu stelpurnar sig líka vel. A-liðið endaði í 7.sæti og B-liðið í 9.sæti. C-liðið komst alla leið í úrslit þar sem þær mættu liði KR. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en það voru KR stúlkur sem höfðu betur eftir hlutkesti. 5.flokkurinn tapaði ekki einum einasta leik á öllu mótinu sem er sannarlega glæsilegur árangur.

A-lið 6.flokks spilaði um 4.-6.sæti þrátt fyrir að tapa aðeins einum leik í riðlinum. Stelpurnar enduðu að lokum í 6.sæti sem er góður árangur hjá þeim. B-liðið lékk um bronsverðlaun við Breiðablik og voru það Kópavogsstúlkur sem höfðu betur og endaði ÍBV því í 4.sæti í 6.flokki B-liðum. C-liðið endaði svo í 6.sæti.

7.flokkur er að keppa á sínu fyrsta móti og var gaman að fylgjast með stelpunum stíga sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum. A-liðið endaði í 4.sæti eftir að hafa tapað gegn Þrótti R í leiknum um bronsið. B-liðið endaði svo í 10.sæti en allar stelpurnar stóðu sig með miklum sóma.

Þá fór einnig fram hraðmót hjá öllum flokkum og sigraði ÍBV í 4.flokki B og varð í öðru sæti í 4.flokki A eftir að hafa tapað á hlutkesti. 6.flokkur C komst í úrslit en beið þar lægri hlut gegn HK.