Fótbolti - B36 koma til Eyja á laugardaginn

07.júl.2005  12:54

Þeir ætla að mæta snemma til leiks leikmenn og forráðamenn B36 frá Færeyjum en þeir hafa tilkynnt komu sína á laugardagskvöld eftir að leik þeirra við KÍ er lokið.
B36 menn standa í harðri toppbaráttu í Færeyjum við Skála og HB, sem eiga leik við Kaunas í evrópukeppni meistaraliða en sigurvegari þess leik mætir svo annað hvort Liverpool eða Total Network Solutions (TNS) frá Wales og því væntanlega eftir miklu að slægjast hjá HB, öll lið hafa 29 stig þegar 3 umferðir eru eftir.
B36 menn hyggjast nota Vestmannaeyjaferðina sem einskonar æfingabúðir til að þjappa sér saman fyrir lokaátökin heima fyrir um leið og þeir freista þess að ná fram hagstæðum úrslitum í Evrópukeppninni því þeir rétt eins og við ætla þeir sér áfram í keppninni.
En svona til að menn geti sett sig í stellingar fyrir Evrópuleikinn í næstu viku þá birti ég hér stöðuna í Formuladeildinni í Færeyjum. En áður en kemur að þessum leik þurfum við að sjálfsögðu að leggjast á eitt um að leggja Frammara að velli á sunnudagskvöld klukkan 19.15.

Skála 8 5 2 15 29
HB 9 2 4 19 29
B36 8 5 2 13 29
NSÍ 5 6 4 2 21
EB/Str. 5 6 4 -6 21
ÍF 4 4 7 -12 16
VB 4 3 8 -9 15
GÍ 4 2 8 -6 14
TB 3 5 6 -8 14
KÍ 4 2 9 -8 14