Fótbolti - Tæpt í lokin hjá Eyjamönnum

06.júl.2005  09:05

Hafsteinn Gunnarsson skrifar frá Hásteinsvelli

Eyjamenn töpuðu tveimur leikjum sínum í deildinni frekar illa og horfa væntanlega á bikarkeppnina sem leið til að koma sér á rétta braut. Andstæðingarnir Njarðvík hafa allt að vinna og koma því í þennan leik án nokkurar pressu. Í lið heimamanna vantar nokkra leikmenn en þeir Andri Ólafsson og Adólf Sigurjónsson eru meiddir og Páll Hjarðar er í leikbanni.

Eyjamenn byrjuðu leikinn með látum og létu Njarðvík strax finna fyrir sér og skoruðu mark eftir 3. mínútur en þar var Steingrímur Jóhannesson á ferðinni eftir góða sendingu frá Pétri Óskari Sigurðssyni, góð byrjun hjá heimamönnum. Eftir markið héldu eyjamenn áfram að sækja og á 11. mínútu náðu þeir góðri sókn, Ian Jeffs sendi góða sendingu út á kant á Steingrím sem sendi enn betri sendingu fyrir markið þar sem Bjarni Rúnar Einarsson afgreiddi boltann snyrtilega með viðstöðulausu skoti efst í markhornið. Virkilega vel að verki staðið hjá eyjamönnum og afgreiðslan hjá Bjarna Rúnari glæsileg. Eftir markið voru heimamenn mun sterkari og náðu nokkrum sinnum að ógna marki Njarðvíkur verulega og þurfti Friðrik Árnason í marki þeirra nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og varði til að mynda vel gott skot frá Atla Jóhannssyni á 14. mínútu og síðan frá Steingrími á 26. mínútu og þess á milli reyndi eyjamenn nokkrum sinnum skot sem ekki hittu ramman. Njarðvíkingar áttu sína fyrstu marktilraun á 19. mínútu og voru sóknartilburðir þeirra í fyrri hálfleik ekkert til að hrópa húrra fyrir og þau fáu skot sem rötuðu á markið átti Birkir ekki í vandræðum með. Besta færi gestana kom á 28. mínútu þegar Sverrir Þór Sverrisson fékk boltann óvænt í miðjum vítateig eyjamanna, eftir mistök í vörn þeirra en Birkir varði vel frá honum. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir heimamenn og ekki ástæða til að ætla annað en öruggur sigur þeirra væri í vændum.

Seinni hálfleikur byrjaði með því að Andrew Sam, sem kom inná sem varamaður í hálfleik, braust framhjá tveimur varnarmönnum Njarðvíkur en skot hans fór yfir. Næstu mínútur gerðist fátt markvert. Á 61. mínútu spyrnir Birkir langt frá marki sínu og Steingrímur skallar boltann áfram á Pétur Óskar Sigurðsson sem leggur hann laglega fyrir sig og hamrar boltann í markið með góðu skoti, virkilega vel að verki staði hjá eyjamönnum. Eftir þetta hefði þessi leikur, með fullri virðingu fyrir Njarðvík, átt að vera létt æfing fyrir heimamenn því þeir voru búnir að vera miklu betri allan leikinn og búnir að skora 3. mörk. Gestirnir voru þó á annarri skoðun og þrátt fyrir að næstu færi hafi fallið fyrir eyjamenn þá voru það Njarðvík sem skoraði óvænt mark á 75. mínútu en þá fékk Aron Már Smárason boltann óvænt inn í vítateig eyjamanna og var hann þar í rólegheitunum einn og óvaldur og skoraði örugglega framhjá Birki í markinu. Vörn eyjamanna var þarna algjörlega út á þekju og einbeitningarleysi þeirra algjört. Við þetta mark kom aukinn kraftur í gestina og þeir reyndu eins og þeir gátu að minnka muninn enn frekar. Eyjamenn hefðu þó átt að vera búnir að gera út um leikinn þvi enn meiri spenna hljóp í hann á 89. mínútu þegar Aron Már var aftur á ferðinni en þá fékk hann frían skalla á markteig eftir aukaspyrnu og átti ekki í erfiðleikum með að skora. Síðustu mínútur leiksins voru því hlaðnar spennu og reyndu gestirnir allt hvað þeir gátu að jafna metinn en eyjamenn héngu á sigrinum og önduðu léttar þegar slakur dómari leiksins flautaði í síðasta sinn.

Í heildinna voru eyjamenn miklu betri en Njarðvík og sköpuðu sér nægjanleg færi til að klára þennan leik með auðveldum hætti. Vörnin missti einbeitninguna algjörlega í báðum mörkum Njarðvíkur og sannaðist það í þessum leik að það er ekki nóg fyrir varnarmenn ap spila vel heldur verður einbeitningin að vera fullkominn allan leikinn. Miðja eyjamanna var frekar sóknarsinnuð og var í raun engin eiginlegur varnartengiliður í byrjunarliðinu og var miðjuspil eyjamanna í góðu lagi og náði liðið að skapa sér nokkur færi. Sókn var nokkuð beitt og þá sérstaklega Steingrímur Jóhannesson sem átti þátt í öllum mörkum eyjamanna og var sívinnandi allan leikinn og er farinn að minna dálítíð á sjálfan sig aftur. Um lið Njarðvíkur er ekki margt að segja og má segja að í þessum leik hafi sést greinilega munur á lið í úrvalsdeild og annari deild, þeir börðust vel en náðu ekki mikið af spili sem ógnaði eyjamönnum og bæði mörk þeirra voru frekar tilviljunarkennd og skrifast frekar á slæman varnarleik hjá eyjamönnum fremur en góðan sóknarleik hjá Njarðvík. Eyjamenn eru því komnir í 8-liða úrslit og geta verið þokkalega sáttur við sinn leik þótt tæpt hafi þetta verið í lokin.

Visabikarinn:

Hásteinsvöllur þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 19:15.

Lið: ÍBV-NJARÐVÍK

Lokatölur: 3-2

Hálfleikstölur: 2-0

Aðstæður: Völlurinn í frábæru ásigkomulagi

Veður: Sól og blíða

Áhorfendur: 150-200

Skemmtanagildi á skalanum 1-10: 6

Maður leiksins: Steingrímur Jóhannesson

Frammistaða dómara á skalanum 1-10: 3(Einar Örn Daníelsson )



ÍBV

Byrjunarlið

1. Birkir Kristinsson (F)(M)

7. Atli Jóhannsson

8. Ian David Jeffs

9. Pétur Runólfsson

11. Steingrímur Jóhannesson

14. Bjarni Geir Viðarsson

15. Matthew Platt.

16. Bjarni Rúnar Einarsson

20. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

27. Heimir Snær Guðmundsson

28. Pétur Óskar Sigurðsson

Varamenn

3. Egill Jóhannsson

10. Einar Kristinn Kárason

12. Hrafn Davíðsson ( M )

18. Andrew Sam

26. Anton Bjarnason

Mörk

3. mín. Steingrímur Jóhannesson ( 1-0 )

11. Bjarni Rúnar Einarsson (2-0)

61. Pétur Óskar Sigurðsson (3-0)

Skiptingar

45. mín. Andrew Sam fyrir Atla Jóhannsson.

79. mín. Anton Bjarnason fyrir Pétur Óskar Sigurðsson.

Spjöld

45. mín Pétur Runólfsson gult

Hornspyrnur: 10

Njarðvík

Byrjunarlið

1. Friðrik Árnason (M)

2. Kristinn Björnsson

3. Yoni Raeburn

4. Snorri M. Jónsson (F)

5. Hafsteinn Rúnarsson

6. Marteinn Guðjónsson

7. Rafn Vilbergsson

8. Jón Fannar Guðmundsson

9. Gunnar Sveinsson

10. Sverrir Þór Sverrisson

11. Mikhael Jonsson

Varamenn

12. Kári Oddgeirsson

13. Benóný Benónýsson

14. Aron Már Smárason

15. Magnús Ólafsson

16. Einar Valur Árnason

Mörk

75. mín. Aron Már Smárason

89. mín. Aron Már Smárason

Skiptingar

60. mín. Magnús Ólafsson fyrir Sverri Þór Sverrisson

68. mín. Benóný Benónýsson fyrir Mikhael Jonsson

74. mín. Aron Már Smárason fyrir Yoni Raeburn

Spjöld

72. mín. Rafn Vilbergsson

77. mín. Marteinn Guðjónsson

Hornspyrnur: 2