Fótbolti - Leikið gegn Njarðvík í VISA-bikarnum í kvöld

05.júl.2005  09:32

Það er skammt milli leikja hjá strákunum þessa dagana og hafa menn ekki haft neinn tíma til að sleikja sárin eftir súr töp gegn ÍA og svo Fylki í Landsbankadeildinni. Næsta verkefni liðsins er í kvöld í VISA-bikar karla, gegn Njarðvíkingum á Hásteinsvelli. Hefst leikurinn kl. 19:15 og vonumst við til að sjá sem allra flesta mæta og styðja ÍBV til sigurs. Njarðvíkingar eru sýnd veiði en svo langt í frá gefin.

16-liða úrslit VISA-bikars karla hófsut í gær með 3 leikjum. KR-ingar lentu í kröppum dansi gegn Víkingum en sigruðu 9-8 í vítaspyrnukeppni en staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma. ÍA sigraði Breiðablik 2-1 í framlengingu en Valsmenn skelltu Haukum 5-1. 16-liða úrslit bikarsins klárast í kvöld með leikjum ÍBV og Njarðvíkur, Grindavíkur og Fylkis, FH og KA, Þórs og Fram og leik HK og Keflavíkur.

Dómari í leik ÍBV og Njarðvíkur er Einar Örn Daníelsson.