Fótbolti - Stórleikur hjá strákunum á Skipaskaga í kvöld

29.jún.2005  11:33

Í kvöld er enn einn mikilvægi leikurinn hjá strákunum í Landsbankadeildinni. ÍBV situr nú í 9. sæti með 6 stig, en með sigri getur liðið lyft sér í það 6. Í síðasta leik lék liðið gegn Val og vann góðan 1-0 sigur á Hásteinsvelli. Nú er það spurningin hvort liðið nær að fylgja þessu eftir eða hvort við sjáum frammistöðu viðlíka þeirri sem við sáum eftir sigurinn gegn KR, þegar Þróttarar skelltu ÍBV 0-4 í Laugardalnum.

Skagamenn hafa sjálfir átt í basli og eru í 8. sæti, stigi á undan ÍBV og munu því fara í fallsætið ef ÍBV sigrar leikinn. Ólafur Þórðarson hvíldi nokkra lykilmenn sína er ÍA lék gegn í Evrópukeppninni s.l. sunnudag þar sem liðið steinlá 0-4. Liðinu hefur gengið illa að skora mörk, eins og segja má um ÍBV.

Leikurinn í kvöld er mjög mikilvægur og alveg ljóst að Skagamenn verða ekki auðveldir eftir baslið undanfarið og það er núna bara spurning hvort strákarnir okkar eru tilbúnir í slaginn og fylgi eftir góðri frammistöðu gegn Val.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og að sjálfsögðu vonast strákarnir eftir góðri mætingu Eyjamanna og öflugum stuðningi á Skipaskaga í kvöld.

Dómari í leik ÍA og ÍBV er Garðar Örn Hinriksson