Fótbolti - Aðeins meira af upplýsingum um B36

25.jún.2005  12:17

Mótherjar ÍBV í fyrstu forkeppni Evrópu í ár er lið B36. Liðið kemur frá Þórshöfn í Færeyjum og heitir heimavöllur liðsins Gundadalur stadium en þarna spilar lið HB einnig heimaleiki sína. B36 hafa tekið þátt í uefa-cup þrjú síðustu ár. Í fyrra mættu þeir liði Metalurgs Liepája frá Lettlandi.

Þar gjörsigruðu Lettarnir lið B36. Fyrri leikurinn fór fram í Þórshöfn og endaði hann 1-3. Síðari leikurinn fór 8-1 fyrir Metalurgs Liepája. B36 hafa sjö sinnum tekið þátt í evrópumótum og hefur þeim ekki enn tekist að sigra. Markatala B36 í evrópumótunum er 8-50. Leikið verður á Hásteinsvelli 14.júlí og 28.júlí verður leikið á Gundadalur stadium í Þórshöfn.