Fótbolti - Dregið í VISA-bikarnum

21.jún.2005  14:24

- ÍBV-KR í kvöld kl 20:00 í Landsbankadeildinni

Í hádeginu var dregið í VISA-bikar karla og kvenna. ÍBV stelpurnar eru núverandi meistarar og að sjálfsögðu er markmiðið að verja titilinn. En það er ljóst að sá róður verður ekki auðveldur því andstæðingar stelpnanna í 8-liða úrslitunum eru Íslandsmeistarar Vals og verður leikið í Vestmannaeyjum. Liðin léku einmitt á dögunum á Hásteinsvelli og unnu Valsstúlkur öruggan sigur 7-1 og er nokkuð ljóst að stelpurnar okkur þyrstir í að hefna fyrir það tap.

Í VISA-bikar karla mætir ÍBV liði Njarðvíkur hér á Hásteinsvelli. Njarðvík leikur í 2.deild og er þar í 2.sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Þó svo að ÍBV eigi að vera sterkara liðið þá er ekkert gefið í þessum efnum og ljóst að strákarnir þurfa að leggja sig 100% fram til að komast í 8-liða úrslitin.

Að lokum viljum við minna á leik stelpnanna í kvöld gegn KR en hann hefst klukkan 20:00. Búast má við hörkuleik enda sigur nauðsyn fyrir bæði lið.