Fótbolti - Sjáumst í DALNUM í kvöld kl. 19:15

16.jún.2005  10:11

Í kvöld kl. 19:15 munu strákarnir okkar leika gegn Þrótturum í því sem kalla má "botnslag" deildarinnar nú í 6. umferðinni. Þróttur situr á botninum með 1 stig og ÍBV í 9. sætinu með 3 stig, eins og Grindvíkingar, sem leika í kvöld gegn KR-ingum.

Það er gríðarlega mikilvægt að stuðningsmenn ÍBV á fastalandinu láti ekki sitt eftir liggja. Þróttur á mjög skemmtilega stuðningsmenn og við viljum halda því fram að við eigum líka skemmtilega, ef ekki skemmtilegri stuðningsmenn þegar sá gállinn er á okkur. Það er lag að leggja hönd á fótboltasveifina hjá ÍBV í kvöld, mæta í Laugardalinn og hvetja strákana.

Bjarni Hólm Aðalsteinsson verður í leikbanni gegn Þrótti eftir viðskipti sín við Kristján Finnbogason s.l. sunnudag og er það súrt í broti. Hinsvegar hlýtur sjálfstraust liðsins að hafa aukist eftir sigurinn gegn KR og það eiga menn að nýta sér til góðra verka í kvöld. Ekki skemmir að Pétur Runólfsson er að koma til baka, en hann var með hitavellu s.l. sunnudag.

Dómari í leik Þróttar og ÍBV verður Kristinn Jakobsson.

Sjáumst í (Laugar)-DALNUM

Áfram ÍBV