Fótbolti - Lewis Dodds og Jack Wanless leigðir á Selfoss

14.jún.2005  13:33

Nú í þessum töluðu orðum er verið að reyna að ganga frá því að Jack og Doddsy verði leigðir til nágrannafélags okkar Selfoss.
Samningurinn er þannig að við getum kallað þá til baka ef svo vill til en erum opnir fyrir leigu út tímabilið og því mun framtíðin skera úr um hvernig þetta verður tæklað.
Það er vonandi að Doddsy og Jack reynist Selfyssingum styrkur og að þeir geti hjálpað Selfyssingum í þeirri hörðu bar áttu sem framundan er hjá þeim við að tryggja sér sæti í 1. deild.