Yngri flokkar - Vöruvalsmótið í fullum gangi

11.jún.2005  16:43

- Myndbönd komin inn á HalliTV

Vöruvalsmótið er í fullum gangi í veðurblíðunni hér í Eyjum. Stelpurnar hafa skemmt sér konunglega og mótið heppnast vel í alla staði fram að þessu. Framundan í kvöld er leikur Landsliðs og Pressuliðs, grillveisla og svo sundlaugardiskóið. Það er því nóg um að vera fyrir stelpurnar og stíf dagskrá allan daginn.

Þá viljum við benda á HalliTV, vefsjónvarp ÍBV, en þangað inn eru komin myndbönd frá kvöldvökunni þar sem stelpurnar sungu m.a. í ÆDOL-keppninni. Auk þess munu koma inn myndbönd frá fótboltavöllunum, sundlaugarpartýinu, úrslitaleikjunum á morgun og svo að sjálfsögðu verðlaunaafhendingunni á morgun. Einnig eru komnar inn rúmlega 320 myndir og hvetjum við liðin til að vera dugleg að koma með myndir upp í Týsheimili svo hægt sé að setja þær á netið. Þetta tekur einungis nokkrar mínútur en gleður aðstandendur sem fylgjast með heima.