Fótbolti - Pörupiltar urðu vormeistarar

11.jún.2005  08:11
Már Jónsson og Baldvin Kristjánsson urðu sigurvegarar
Já vorleiknum lauk fyrir skömmu og á morgun er komið að því að afhenda verðlaun í keppninni en það verður gert áleik ÍBV og KR á morgun. Sigurvegararnir voru hinir snjöllu tipparar og fyrirtaks kennarar Baldvin Kristjáns og Már jóns. en þeir hafa lengi verið með í keppninni og verið á meðal þeirra efstu nær undantekningarlaust ef þeir hafa á annað borð verið með. Í öðru sæti urðu þeir félagar Atli Yo og Unnar Hólm sem hafa hingað til látið liðið sitt heita eftir gælunöfnunum sínum Dumb og Dumber í þriðju sæti urðu svo þeir vinnu- og hjólafélagar Þórður Hallgríms og Jóhann B. Georgs en þeim gekk vel að tippa síðasta vetur og hefur því verið ákveðið að láta vakta netaverkstæðið hjá Vinnslustöðinni næsta vetur til að sjá hver virkilega tippar fyrir þá, en nokkrir liggja undir grun.
Við þökkum frábærar móttökur í getraunaleikjunum í vetur og sjáumst vonandi öll hress næsta haust í týsheimilinu í nýjum leikjum og jafnvel þá með breyttum reglum.
Takk fyrir okkur
900 getraunir