Fótbolti - 2 stórleikir um helgina

11.jún.2005  08:42


ÍBV - Valur í kvennaboltanum
ÍBV - KR í Karlaboltanum

Já það er ekki nóg með að Vöruvalsmót félagsins sé í gangi þessa helgina heldur fara fram 2 stórleikir á Hásteinsvelli.
Í dag, laugardag, kl. 14.00 mætast toppliðin frá í fyrra ÍBV og Valur. Mikill hugur var í okkar stelpum á og eftir æfingu í gær undir öruggri handleiðslu Lása þjálfara. Flestir leikmenn eru klárir í slaginn og það er ljóst að það verður ekkert gefið eftir í dag þegar liðin mætast og ljóst að Margrét Lára og meðspilarar hennar eiga von á mikilli mótspyrnu.
Á morgun, það hlýtur að vera sunnudagur fyrst í dag er laugardagur, kl. 17.00 mæta strákarnir okkar lærisveinum Magga Gylfa í KR og er það leikur þar sem allt er unidr og stefnir allt í hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir - okkur er farið að langa í stig og það er ljóst að ef KR-ingar tapa stigi eða stigum hér gegn okkur þá er þetta sterka lið sennilegast að kveðja Íslandsmeistaratitilinn þetta árið og verða þá hinir kröfuhörðu stuðningsmenn KR að setja stefnuna á bikarinn, en það er eitthvað sem menn eiga erfitt með að sætta sig við á þeim bænum. Flestir leikmenn okkar eru heilir en samt er eitthvað um meiðsl á mönnum en það kemur allt í ljós á æfingu á eftir.
Rétt er að hvetja fólk til þess að mæta á völlinn um helgina og hvetja okkar fólk til dáða.
Áfram ÍBV
alltaf alls staðar